Saumur I – Diskaþurrka með blómamynstri

4.250 kr.

Bómullar viskastykki með flottu litríku mynstri í eldhúsið.

Lagerstaða Á lager

Saumur I – Diskaþurrka með blómamynstri.

Hér hefur útsaumsmynstur af pilsi í vörslu Þjóðminjasafnsins verið endurgert á diskaþurrku (viskastykki).

Saumur I er skatterað blómamynstur á samfellu, saumuð og notuð af Margréti Egilsdóttur húsfreyju og sýslumannsfrú á Vatneyri í Vesturbyggð.

Fallegt mynstur á svörtu bómullarefni, mynstrið er vélsaumað úr gæða bandi. Stærð 40×75 cm.

Þjms. 10550.

Saumur – er textíl vörulína Þjóðminjasafnsins. Vörulínan byggist á gömlum útsaumum í vörslu Þjóðminjasafnsins. Við höfum látið gera nytjahluti með mynstrunum þannig að sem flestir getið notið arfleifðar okkar allra.

Þyngd 0.35 kg
Karfa
Scroll to Top