Með verkum handanna

23.750 kr.

Bókin með verkum handanna, er fallegt og viðamikið verk, sem áhugafólk um hannyrðir ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Lagerstaða Á lager

Vörunúmer: 9789979790648 Flokkar: , , , , ,

Með verkum handanna, íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsdóttur. Verðlaunahafi Fjöruverðlaunanna 2024 í flokki fræðirita- Bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi.

Í bókinni Með verkum handanna eru lagðar fram niðurstöður áratugarannsókna Elsu textíl- og búninagafræðings um fimmtán íslensk refilsaumsklæði sem varðveist hafa frá fyrri öldum. Elstu klæðin eru frá því seint á 14. öld, nokkur frá því um eða eftir siðaskipti en hið yngsta er frá 1677. Níu klæðanna íslensku eru í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru varðveitti í erlendum söfnum, í Danmörku, Frakklandi og Hollandi. Elsa skrifar að nákvæmni og alúð um feril, myndefni , tækni og sögulegt og listrænt samhengi hvers klæðis. Rannsóknir hennar eru einstakar í sinni röð og bókin, sem prýdd er hundruðum ljósmynda, ber þeim fagurt vitni.

Refilsaumur er gömul ensk -norræn útsaumsgerð sem varðveittist á Íslandi. Klæði með refilsaum voru framan af frásagnarverk og kunnasta refilsaumsáklæðið er að líkindum refillinn í Bayeux í Frakklandi sem lýsir innrás Normanna í Englandi 1066. Klæðin bera ekki síst vitni um menningarstarf kvenna á fyrri tímum. Með bókarheitinu er vísað til umsagnar um elstu nafnkunnu hannyrðakonu íslenska, Ingunni lærðu á Hólum á 11 öld, sem ekki aðeins kynnti guðsdýrð í orðum heldur einnig með verkum handanna.

Lilja Árnadóttir fyrrum sviðsstjóri á Þjóðminjasafni Íslands og samstarfskona Elsu til margra ára, lauk við verkið og bjó til prentunar. Sigrún Sigvaldadóttir hjá Hunangi hannaði bókina. Bókin er bundin með Svissneskri bindingu, það þýðir að bókin er aðeins bundin við baksíðuna, þetta sýnir fallega bindingu bókarinnar og auðveldar að fletta bókinni þegar hún liggur á borði.

Í nóvember 2023 var opnuð samnefnd sýning í Bogasal á klæðunum fimmtán. Íslensku refilsaumsklæðin sem eru í eigu safna í Danmörku, Frakklandi og Hollandi voru fengin að láni af þessu tilefni. Þjóðminjasafnið fagnar 160 ára afmæli sínu með þessari merku sýningu.                            

Ensk samantekt er eftir hvern kafla.

 

 

Þyngd 2.3 kg
Karfa
Scroll to Top