Segull. 7 lykilgripir Þjóðminjasafnsins

Í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár, eru sjö lykilgripir sem allir eiga það sammerkt að hafa haft þýðingu í íslensku samfélagi bæði á sínum tíma en ekki síður í gegnum aldirnar. Þeir eiga sinn sess með jöfnu millibili eftir því sem söguþráður sýningarinnar teygir sig frá upphafi byggðar á Íslandi og fram á tuttugustu öld.

Allir gripirnir eru íslenskir að uppruna en sumir þeirra eru þekktir víða um lönd. Þeir bera vitni um listfengi og hagleik, og hafa sterka þjóðfélagslega skírskotun, hver á sinn hátt.

Verð
1.250 kr.