Mynd á þili

Mynd á þili eftir Þóru Kristjánsdóttur listfræðing var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni árið 2005. Hér eru kynntir til sögunnar íslenskir myndlistarmenn frá siðaskiptum og fram á 18. öld og þau verk þeirra sem varðveist hafa. Greint er frá ýmsum nýjum niðurstöðum enda liggur mikið fræðistarf að baki.

Í bókinni er fjöldi ljósmynda af fagurlega útskornum munum og málverkum, dýrmætum altaristöflum og predikunarstólum sem og minningartöflum, kistlum og fleiri góðum gripum, sem allir bera vitni um þann menningarsögulega fjársjóð sem skapandi einstaklingar fyrri alda hafa fært þjóðinni í arf með listiðkun sinni.

Verð
5.776 kr.
6.795 kr.