Kirkjur Íslands: Bindi 30. Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd

Í þessu bindi er sagt frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Eins og nafnið bendir til er kirkjan helguð minningu séra Hallgríms Péturssonar sem var prestur í Saurbæ 1651-1669. Hún var reist á árunum 1954-1957 eftir uppdráttum arkitektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar. Kirkjan er prýdd steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur, altaristaflan er freskumálverk eftir finnska listamanninn Lennart Segerstråle. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og uppdráttum að Hallgrímskirkju í Saurbæ.

 

Höfundar eru Björk Ingimundardóttir skjalavörður, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Guðlaug Vilbogadóttir, sérfræðingur á Minjastofnun Íslands.

Ritstjórar: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

133 bls.

Verð
3.990 kr.