Kirkjur Íslands: Bindi 26-28. Vestfjarðarprófastsdæmi Kirkjur Íslands: Bindi 26-28. Vestfjarðarprófastsdæmi Kirkjur Íslands: Bindi 26-28. Vestfjarðarprófastsdæmi

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Ritin í þessum glæsilega bókaflokki opna sýn inn í menningarsögu okkar Íslendinga þar sem kirkjan er ekki aðeins musteri trúar og tilbeiðslu heldur einnig sýnileg táknmynd þess besta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum tíma. Í bindunum þremur, sem nú koma út, er fjallað um 28 friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum 28.

Ritstjórar: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason

Bls.1345

Verð
7.990 kr.