Kirkjur Íslands: Bindi 24-25. Friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi I-II

Áskirkja, Eiríksstaðakirkja, Hofskirkja, Hofteigskirkja, Kirkjubæjarkirkja, Skeggjastaðakirkja, Vopnafjarðarkirkja (Kirkjur Íslands; 24)

Bakkagerðiskirkja, Eiðakirkja, Hjaltastaðakirkja, Klyppstaðakirkja, Seyðisfjarðarkirkja, Þingmúlakirkja (Kirkjur Íslands; 25)

Þjóðminjasafnið stendur að útgáfu ritraðar um kirkjur Íslands ásamt Húsafriðunarnefnd ríkisins og Biskupsstofu í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Fornleifavernd ríkisins hefur auk þess komið að útgáfu 5.-12. bindis. Samstarfsverkefnið Kirkjur Íslands hófst árið 1999. Framlag Þjóðminjasafnsins er fólgið í söfnun og skráningu frumheimilda, einkum um kirkjugripi. Sérfræðingar safnsins eru meðal höfunda bókanna og hafa ritað um kirkjustaði, kirkjur og kirkjugripi. Einnig leggur Þjóðminjasafnið fram stærstan hluta myndefnis í ritröðina og eru nýjar myndatökur Ívars Brynjólfssonar grundvallar þáttur í útgáfunni.

Verð
5.490 kr.