Vinyl plata 111 - Spessi

Þegar Spessi var að undirbúa ljósmyndabók og sýninguna 111 Breiðholt, þá datt honum í hug að tengja tónlist hljómsveitarinnar The Clash við sýninguna. Þannig varð hugmyndin að þessari hljómplötu með New Orleans style brass bandinu, M7, orðin að veruleika.

Á plötunni eru fjögur lög, tvö á hvorri hlið. Á hlið A eru lögin London Calling og Should I stay or should I go og á hlið B eru lögin Guns of Brixton og Magnificent seven. Platan er 45 snúninga, öll eintökin eru númeruð frá einum uppí 111. Með hverri plötu fylgir ljósmynd eftir Spessa á mattan pappír. Skemmtileg gjöf.

Tónlistarmenn M7:

Haukur Gröndal, Óskar Guðjónson, Kjartan Hákonarson, Ómar Guðjónsson, Samúel Jón Samúelsson, Matthíar Hemstock og Helgi Svavar Helgason. 

Hér er nánari upplýsingar um sýninguna. 

Verð
5.000 kr.