Ævispor

Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur. Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á útsaumsverkum Guðrúnar Guðmundsdóttur í Þjóðminjasafni árið 2010. Á sýningunni voru útsaumsverk Guðrúnar sem hún vann með gömul handrit og forn útsaumuð klæði að fyrirmynd.

Verk Guðrúnar eru tilkomumikil og hafa sterka skírskotun í listrænan arf og þjóðlegar hefðir Íslendinga. Þau eru dæmi um hvernig íslenskar konur í nútímanum nýta sér menningararfinn og sýna vel hvernig hefð og nýsköpun fara saman.

Verð
1.990 kr.