111 Spessi

4.990 kr.

Lagerstaða Á lager

Í tilefni sýningarinnar Spessi 1990-2020 í myndasal Þjóðminjasafnsins bjóðum við til sölu bókina 111 Spessi.

Efra-Breiðholt stendur hátt og rís eins og virki í borgarlandinu. Hverfið á sér félagslega og byggingarsögulega fortíð því það var eitt af fyrstu úthverfum borgarinnar. Skipulagt og byggt í þeim tilgangi að leysa húsnæðisvanda láglaunafólks á árunum 1965–1980. Jafnvel þótt síðustu frumbýlingarnir geymi í huga sér stolt fyrstu uppbyggingaráranna. Þá hefur póstnúmerið 111 orðið í tímans rás tákn um félagslegan aðskilnað hverfisins frá miðju atvinnulífsins og menningarlegri þróun þess.

Í ljósmyndum Spessa sjáum við ólíka heima sem mætast og afhjúpa myndirnar. Þann erfiða dans sem ljósmyndari þarf að stíga til að nálgast viðfangsefni sitt og skapa nánd. Við finnum fyrir sársauka, tungumálaerfiðleikum, og tortryggni þeirra sem koma langt að og eiga erfitt með að hleypa ljósmyndaranum inn í líf sitt í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Í öðrum myndum birtist einsemdin: talaðu við mig, horfðu á mig, hjálpaðu mér – á meðan aðrir birtast stoltir, konungar og drottningar í ríki sínu smáu eða stóru. Þannig birtast einstaklingarnir í myndum Spessa í samhengi sem kalla mætti birtingarform sannleikans. Í þöglu samtali við áhorfanda sem skilur að hér er ekki boðið upp á rými fyrir túlkun heldur blákalt stefnumót við raunveruleikann.

Æsa Sigurjónsdóttir og Mika Hannula rita eftirmála.

Höfundur: Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi). Útgáfuár 2018, innbundin.

Hér eru nánari upplýsingar um sýninguna

Þyngd 0.4 kg
Karfa
Scroll to Top