Skilmálar

Almennt

Þjóðminjasafnið áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, t.d vegna rangra verðupplýsinga, varan reynist uppseld og einnig breyta verði eða hætta að bjóða uppá vörutegundir án fyrirvara. Ef pöntun hefur verið gerð þá mun starfsfólk láta vita af verðbreytingum eða leiðréttingu á verði áður en pöntunin er send af stað.

Pantanir og afhending

Þjóðminjasafnið tekur við pöntun til afgeiðslu þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti, í undantekningar tilfellum áskilur starfsfólk vefverslunar sér rétt til að staðfesta pöntun símleiðis.

Þegar þú verslar í vefverslun Þjóðminjasafnsins getur þú valið um að fá vöruna senda til þín með Póstinum eða sækja hana til okkar í Safnbúð Þjóðminjasafnsins Suðurgötu 41, 102 Reykjavík. Allar pantanir eru sendar með Póstinum innan tveggja virkra daga, sé pöntun gerð um helgi eða á frídegi, fer hún í póst næsta virka dag á eftir. Alla jafna tekur ferlið um 2-7 virka daga.

Með allar póstsendingar frá vefverslun gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Þjóðminjasafnið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Þjóðminjasafninu og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðilans.

Sendingarkostnaður

Val er um sendingarkostnað eftir hvaða sendingarmöguleiki er valin, verð er frá 1200.- krónum. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Engin aukakostnaður bætist við þær vörur sem sóttar eru í verslun Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41. Frí heimsending er á vörum innanlands ef verslað er fyrir 8000 kr eða meira. Eingöngu er hægt fá sendar vörur innanlands.

Verð

Virðisaukaskattur er innifalinn í verði varanna. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Þjóðminjasafnið sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd og í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Greiðslur

Hægt er að greiða fyrir pantanir með kredit- eða debitkorti. Öll vinnsla kortanúmera er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda eru aldrei afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunum til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslun Þjóðminjasafns Íslands á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/2000, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 81/2019 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.