Skilmálar

Almennt

Þjóðminjasafnið áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, t.d vegna rangra verðupplýsinga og einnig breyta verði eða hætta að bjóða uppá vörutegundir fyrirvaralaust.

Pantanir

Þjóðminjasafnið tekur pöntun til afgreiðslu þegar staðfesting greiðslu hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum.

Afhendingartími

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Þjóðminjasafnið ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Þjóðminjasafninu og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðilans.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram nema þær pantanir sem sóttar eru í verslun Þjóðminjasafnsins, Suðurgötu 41. Frí heimsending er á vörum ef verslað er fyrir 5000 kr eða meira. Eingöngu er hægt fá sendar vörur innanlands.

Verð

Virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Þjóðminjasafnið sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Vörum er hægt að skila innan 14 daga gegn endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd og í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Ef vöru er skilað greiðir viðskiptavinurinn sjálfur endursendingargjaldið. Ef vara er gölluð borgar Þjóðminjasafnið endursendingarkostnaðinn.

Greiðslur

Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu. Ef millifærsla er valin birtast banka upplýsingar við lok pöntunar, staðfestingu á millifærslu þarf að senda á verslun@thjodminjasafn.is 

Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Þjóðminjasafnið fær aldrei kortaupplýsingar kaupenda. 

Annað

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.